Bókagagnrýni Galdrastafir og græn augu

Við í 7. bekk vorum að lesa bókina galdrastafir og græn augu. Við lásum bókina og gerðum síðan bókagagnrýni.

Þegar ég las bókina lærði ég margt um lífið á 18. öld, siðana, venjurnar og störfin. 

Mér finnst þetta skemmtileg og það var gaman að lesa hana.

Hér geturu séð bókagagnrýnið mitt.


Úlfljótsvatn

Við krakkarnir í 7.bekk í Ölduselsskóla vorum í skólaferðalagi á Úlfljótsvatni. Við lögðum af stað á mánudeginum og komum heim á miðvikudeginum. Við gerðum og prófuðum fullt af nýjum hlutum t.d. fjallgöngu, bogfimi, klifruðum í stærsta klifurvegg á Íslandi og margt fleira skemmtilegt. Í þessari ferð finnst mér að allir í árgangnum hafi orðið betri vinir og mér finnst ég þekkja alla bekkjarfélaga mína betur.

Mér fannst skemmtilegt að gista með sex öðrum strákum í herbergi og mér fannst maturinn líka mjög góður því hann var heimagerður. Mér fannst líka mjög gaman að fara í „Wipeout“ en það er þrautabraut og fyrir neðan er ískald vatt, það var líka gaman að seinasta kvöldið voru næstum því allir í árgangnum að leika sér úti. Mér fannst mjög gaman á Úlfljótsvatni og ég væri alveg til í að fara í aðra bekkjarferð.

Hér geturu séð mybndband af hlutum sem við gerðum á Úlfljótsvatni.


Tyrkjaránið (Glogster)

Ég var að vinna verkefni í Tyrkjaráninu. Ég ákvað að gerast fréttaritari og skrifaði fimm greinar. Ég skrifaði fréttirnar í Word skjal en síðan setti ég þær í glogster. Ég skrifaði um atburði sem gerðust 1627 þegar ræningjar komu til Vestmannaeyja og rændu fullt af fólki.

Mér fannst skemmtilegt að vinna þetta verkefni vegna þess að mér finnst skemmtilegt að vinna í glogster. Ég vill gera fleiri glogster verkefni.

Mér gekk vel að vinna þetta verkefni en það byrjaði ekki vel. Ég náði samt að klára að og mér finnst þetta verkefni hafa gengið frekar vel.

Hér getur þú séð verkefnið mitt.  


Garðhönnun

Ég var að gera rúmfræði verkefni í  stærðfræði. Ég hannaði 1200 fermetra garð en í honum átti að vera 36 fermetra tjörn, kaffihús á 120 fermetra afmörkuðu svæði og margt fleira.

Mér fannst frekar gaman að vinna þetta verkefni en mig langar samt ekki að gera annað svona verkefni.

Eftir þetta verkefni er ég betri í rúmfræði og ég kann betur á tölvur líka.Garðhönnun


Setuliðið bókagagrýni

Ég var að lesa skáldsöguna Setuliðið, eftir Ragnar Gíslason. Ég las hana með bekkknum mínum og þegar að ég var búinn að lesa bókin bókinam, þá gerði ég verkefni um kosti og galla bókarinnnar og skrifaði þá niður í stílabókina mína. 

Kostir: Það var mjög skemmtilegt að lesa þessa bók. Mér finnst hún vera mjög spennandi. Þessi bók er jafnvel fræðandi því að ég vissi ekki af öllum neðanjarðarbyrgunum sem Brertar reistu hér í seinni heimstyrjöldinni. Það er líka mjög skemmtilegt að tengja saman atburðina sem gerðust í bókinni árið 1942 og atburðina sem gerðust fyrir fáeinum árum. Þessi bók var sem sagt mjög skemmtileg.

Gallar: Helsti gallinn var hvað bókin var langdregin í endann. Það er íka galli að stundum getur veriðc erfitt að skilja hvað er í gangi í bókinni vegna þess að hún er frekar flókin á köflum, en hins vegar geturn líka verið gaman að tengja saman fortíðina og nútíðina, en samt getur það verið erfitt.

Boðskapur bókarinnar: Boðskapurinn með bókinni var að maður á alltaf að segja satt og lík aað maður án ekki burðast með lygina í mörg ár, því að maður gæti verið að eyðileggja líf annara og líf sitt líka. Maður á allatf að segja satt og rétt frá mistökum sínum og biðjast síðan fyrirgefningar. Fyrirgefningin er nefnilega svo rosalega mikilvæg fyrir alla.


Staðreyndir um Evrópu

Ég var að vinna verkefni um Evrópu. Ég gerði verkefnið í Word í tölvum en í þessu verkefni var ég að segja frá staðreyndum um Evrópu. Ég byrjaði á því að svara spurningum niður á blað og síðan fór ég í tölvur og byrjaði að skrifa niður staðreyndirnar.

Ég lærði meira á Word í þessu verkefni og ég lærði líka heilmargt um Evrópu t.d. að legsta áin í Evrópu er Volga og hún 3700 km löng. Ég lærði sem sagt mikið á því að gera þetta verkefni.

Mér fannst dálítið gaman að vinna þetta verkefni því að mér finnst oftast gaman að gera verkefni í tölvum. Þetta er samt ekki skemmtilegasta verkefnið sem ég hef verið að vinna í vetur en það var samt gamna að vinna þetta verkefni. Ég væri alveg til í að gera fleiri svona verkefni.

Hér geturu séð verkefnið mitt.


Spörfuglar

Ég var að gera verkefni um spörfugla. Ég gerði verkefnið í tölvum í Power Point. Ég gerði þrjár glærum um einkenni spörfugla og síðan valdi ég mér hrafninn, til að segja nánar frá.  

Þegar að ég byrjaði á þessu verkefni eiginlega ekkert um spörfugla, ég lærði mjög mikið um spörfugla t.d. að þeir eru flestir litlir og að mjög fáar tegundir búa á Íslandi. Núna kann ég líka meira á Power Point en ég kunni áður því að ég hef ekki gert verkefni í Power Point lengi og það væri gaman að gera fleiri Power Point verkefni.

Mér finnst oftast skemmtilegt að gera verkefni í tölvum og þetta verkefni var enginn undantekning. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni vegna þess að það er gaman að vita einhvað um spörfugla og að kunna á Power Point.

Hér geturu séð verkefnið mitt.


Ritun Íslenska

Ég var að skrifa ritun í íslensku og ég ákvað að skrifa um Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ég sagði frá undankeppninni fyrir stórmótið EM sem fer fram í Frakklandi.

Ég lærði ekki mikið í þessu verkefni því að ég var bara að nota Word, ég hef líka oft gert ritun.

Mér fannst þetta verkefni alveg ágætlega skemmtilget, því að mér finnst skemmtilegt að vinna í tölvum. Mér fannst líka gaman að segja, í mínum eigin orðum, frá leikjum Íslenska landliðsins í fótbolta

Hér getur þú séð verkefnið mitt


Búddatrú

Ég var að skrifa heimildarritgerð á íslensku, ég var að segja frá búddaatrú. Ég sagði frá uphhafsmanni búddatrúar, boðskap hans og og ýmsu fleiru. 

Ég lærði meira á tölvur eftir þetta verkefni t.d. á portal.office.com og á Word. Ég lærði líka mikið meira heldur en ég vissi um búddatrú, t,d, það að upphafsmaður búudatrúar hét Búddha og hann var uppi firri u.þ.b. 5000 árum.

Mér fannst gaman að vinna þetta verkefni því að mér finnst oftast gaman að gera verkefni í tölvum. Mér finnst líka gaman að læra um ný trúarbrögð vegna þess að það er skemmtilegra að vita meira um hvað fólk trúir á.

Hér geturu séð verkefnið mitt 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband