Úlfljótsvatn

Við krakkarnir í 7.bekk í Ölduselsskóla vorum í skólaferðalagi á Úlfljótsvatni. Við lögðum af stað á mánudeginum og komum heim á miðvikudeginum. Við gerðum og prófuðum fullt af nýjum hlutum t.d. fjallgöngu, bogfimi, klifruðum í stærsta klifurvegg á Íslandi og margt fleira skemmtilegt. Í þessari ferð finnst mér að allir í árgangnum hafi orðið betri vinir og mér finnst ég þekkja alla bekkjarfélaga mína betur.

Mér fannst skemmtilegt að gista með sex öðrum strákum í herbergi og mér fannst maturinn líka mjög góður því hann var heimagerður. Mér fannst líka mjög gaman að fara í „Wipeout“ en það er þrautabraut og fyrir neðan er ískald vatt, það var líka gaman að seinasta kvöldið voru næstum því allir í árgangnum að leika sér úti. Mér fannst mjög gaman á Úlfljótsvatni og ég væri alveg til í að fara í aðra bekkjarferð.

Hér geturu séð mybndband af hlutum sem við gerðum á Úlfljótsvatni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásmundur Viggósson

cool

Ásmundur Viggósson, 29.4.2016 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband